Rauður varalitur og svartur eyeliner eru svona eins og súkkulaði og kaffi, Thelma og Louise, rauðvín og ostar… með öðrum orðum – Fer einstaklega vel saman.
Ég verið að prófa mig áfram í að gera varirnar á mér jólalegar og glamúrus en fyrir valinu varð liturinn Mysterious Red frá Yves Saint Laurent – Rouge Volupté Perle.
Varaliturinn er í einstaklega fallegum umbúðum og er gasalega lekkert að taka hann upp, snúa honum hægt og sjá litinn rísa áður en maður fegrar sig bak og fyrir.
Ég verð að segja að ég er mjög hrifin af þessum varalit, hann er ekki bara fallegur á litinn og með hlýjum tón, heldur glansar hann einstaklega fallega á vörunum ásamt því að vera góður á bragðið. (Eins ókvenlegt og það hljómar þá finnst mér vera algjört möst að varalitur sé góður á bragðið.)
Fyrir þær sem eru ekki vanar að nota sterkan rauðan varalit, hvet ég ykkur til að prófa og ef hann makast á tennurnar á ykkur, þá bara setja einn fingur upp í munn, gera stút á varirnar og draga puttann svo út. Ekki lekkert en virkar!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.