Ég er í hópi þeirra heppnu eyjarskeggja sem eyddu síðustu viku á sólareyjunni Tenerife en þar fór hitinn aldrei undir 25 gráður og sólin skein dag hvern.
Verandi mikil talskona þess að nota öflugar sólarvarnir tók ég með mér tvær nýjungar sem ég hafði ekki prófað áður, sólarvörn og aftersun úr Terracotta línu Guerlain (ég passaði mig líka að byrja að taka Aztasan töflur frá Solaray áður en lagt var í hann, hafði heyrt það gera góða hluti fyrir húðina í sólinni og mun fjalla meira um það undraefni í annari færslu).
Ég hef aldrei verið mikið fyrir það að liggja í sólbaði allann daginn og hef í raun aldrei skilið hvernig fólk nennir þessu þegar það fer í frí en í þetta sinn ákvað ég að prófa eitthvað nýtt og gera það að sjálfsögðu með stæl. Liggja með góðar bækur, stóran hatt og eðal varnir frá toppi til táar. Stóra Al Tani málið tekið með trompi!
Terracotta – Sun Blondes
Allann tímann notaði ég samviskusamlega þessa gylltu vörn úr Sun Blondes Terracotta línunni frá Guerlain en hún kemur í takmörkuðu upplagi frá frameiðandanum svokallað Special edition.
Vörnin, sem er með spf UVA vörn upp á 30, inniheldur sérstakt efni sem ýkir áhrif sólarinnar en þetta þýddi að á meðan ég var með sterka vörn á líkamanum fékk ég jafnara, meira og fallegra tan en ferðafélagarnir sem tóku þátt í “brúnkukeppninni” með mér.
Ég notaði jafnframt aftersun sem inniheldur sama tan booster efnið og finnst mikið til þess koma. Lyktin er mjög góð og kremið er einstaklega drjúgt. Ofsalega rakamikið og lítið magn sem þarf til að ná yfir stór svæði.
Niðurstaða mín er sú að það margborgar sig greinilega að splæsa í almenninlegar vörur þegar maður ætlar á annað borð að njóta sólarinnar í botn. Ég hef aldrei áður orðið svona fallega brún og fengið jafn fallegan og jafnan lit (þrátt fyrir að eyða talsvert minni tíma í sólinni en ferðafélagar mínir).
Terracotta vörurnar frá Guerlain eru sérhannaðar fyrir konur sem fíla sig best með svolitla brúnku og um leið er séð til þess að neikvæðar afleiðingar sólargeislanna (hrukkur) komist ekki að. Í línunni er hægt að fá bæði farða, self-tan, sólarpúður og fleira sem framkallar, eins og þau orða það, þriggja vikna brúnku á þremur sekúndum.
Eftir þetta test mun ég aldrei aftur kaupa ódýrustu sólarvörnina í hillunni heldur reyna að spælsa í þetta fínerí frá brúnkusérfræðingum Guerlain. Það er ekki á hverjum degi sem íslensk pjattrófa hefur tækifæri til að liggja og slaka á í sólinni og af hverju þá ekki að gera það almenninlega?
Ég get heilshugar mælt með þessum vörum frá Guerlain. Þær eru frábærar.
[usr 5]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.