Fyrir ykkur sem hafið verið að nota ‘primer’ eða farðagrunn vitið að það er alveg merkilegt hvað góð þannig vara getur gert fyrir húðina og förðunina…
…Ég hef prófað nokkra svona farðagrunna enda finnst mér góður ‘primer’ algjört möst í snyrtibudduna. Nú var ég að fá einn frá Lancôme í hendurnar. Hann heitir Effet Miracle Bare skin Perfection Primer. Þessi primer sló í gegn og því ákvað Lancôme teymið að gefa út nýja útgáfu af þessari vöru sem kallast Healthy Glow Effect 02. Það sem er frábrugðið við nýju útgáfuna er að hún gefur húðinni smá ‘glow’ eða ljóma.
Þessi farðagrunnur gefur húðinni einnig slétta áferð með því að fylla upp í húðholur og hrukkur ásamt því að draga úr glans og jafna húðlit.
Effect Miracle er afskaplega mjúkur og fallegur en hann er borinn á með fingrunum á þau svæði sem þurfa á því að halda (sem er oftast enni, í kringum augu og á kinnar). Þennan primer má nota einn og sér en persónulega nota ég hann undir farða því hann hjálpar mér við að hafa stjórn á glans á enni og kinnum sem myndast oft eftir daginn.
Þessi farðagrunnur sem er olíulaus hentar öllum húðgerðum og húðlit. Mæli með þessu fyrir þær sem vilja ‘fótósjoppað’ útlit og fallegan ljóma í húðina.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.