Fjólubláir litatónar hafa löngum þótt fallegir. Nýja vorlínan 2011 frá Lancôme heitir Ultra Lavande og er undir áhrifum frá sjöunda áratugnum.
Lavander er einnig heiti á yndislegri jurt sem vex í Suður-Frakklandi, hún er ekki bara falleg heldur ilmar hún einstaklega vel. Alveg eins og lyktin af nýju Ultra Lavande vorlínunni frá Lancome.
Í Ultra Lavande línunni frá Lancôme eru m.a. flottir varalitir, varagloss og kinnalitur sem ég hef fengið að prófa sjálf og er í miklu uppáhaldi hjá mér. Þar leynast einnig dásemdir eins og fjólubláir augnblýantar, ljósfjólublá naglalökk, fjólubláir maskarar og síðast en ekki síst himneskir augnskuggar í fallegum litatónum.
Augnblýanturinn í þessari skemmtilegu vorlínu Lancôme hentar vel til þess að búa til smokey förðun. Hann er kremkendur og það er þægilegt að búa til með honum fína línu og nudda henni léttilega út á augnlokið, eða þá setja hann inn í augnkrókana. Útkoman verður sannarlega dramatísk og flott.
Það er afar auðvelt að skapa seiðandi og fallega smokey augnförðun með fjólubláum Crayon Khol augnblýanti og fjólubláum Ombre Absolue Minérale augnskuggum frá Lancôme.
Svo er gaman að segja frá því að Le Crayon Khol augnblýanturinn frá Lancome búinn til úr 100% náttúrulegum efnum og hann er aðeins framleiddur í ákveðnu magni.
AUGNSKUGGARNIR Ombre Absolue Minérale – Um er að ræða fjóra fallega liti í fallegri öskju sem skreytt er gylltum fiðrildum. Ég prófaði litatóninn A60 – kvartett fjólublárra tóna með silfruðum blæ og er kolfallin fyrir honum.
Litirnir eru þrír fjólubláir litatónar – einn þeirra er dekstur og síðan er gylltur litur líka. Þegar unnið er með litina og þeir notaðir í smokey augnförðun er útkoman ómótstæðileg – það er afar auðvelt að kolfalla fyrir þessari litasamsetningu enda gerir hún svo mikið fyrir augun.
Fyrir konur sem hafa eilítið grænan eða grænbláan augnlit eru þessir nýju fjólubláu augnskuggar frá Lancôme alger snilld. Fjólublái liturinn dregur fram litina þína og gerir þá enn fallegri. Skyldueign græneygðra kvenna….!
Hér er svo kennslumyndaband frá förðunarmeisturum Lancôme:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=nB1cXc78wN8[/youtube]
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.