Ultra Lavande er heitið á nýju vorlínunni frá Lancôme. Fjólubláir tónar og afturhvarf til gleði og gáska sjöunda áratugarins er meginþemað í línunni. Förðunarfræðingar Lancome ráðleggja einmitt konum að prófa sig áfram með förðunarvörurnar og skemmta sér með nýjar og nýjar útfærslur. Það er allt leyfilegt og um að gera að vera hugmyndarík.
Í Ultra Lavande vorlínunni eru tveir nýjir litir í naglalakki. Að sjálfsögðu eru þeir í stíl við fjólubláu litamaníuna. Annars vegar er það ljósfjólubár og hins vegar glær með angarsmáu silfurryki. Þessa tvo tóna má blanda saman á ýmsa skemmtilega vegu og útfærslurnar eru virkilega spennandi. Það er til dæmis mjög smart að setja eina umferð af fjólubláa lakkinu yfir alla nögina, setja síðan eina umferð af silfraða litnum.
FJÓLUBLÁTT OG SEVENTIES
Silfurliturinn virkar einnig eins og yfirlakk og naglalakkið endist mjög lengi á nöglunum. Síðan er auðvitað annar möguleiki að gera french-manicure, hafa fjólubláa litinn sem grunnlitinn og smella silfurlitnum fremst á nöglina. Sumarlegt og sætt.
Hér er myndband þar sem sýnd falleg vorförðun frá Lancôme undir áhrifum Ultra Lavande:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=nB1cXc78wN8[/youtube]Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.