Hér er snyrtivara úr Ultra Lavande línunni frá Lancome sem pjattrófurnar hafa fjallað aðeins um að undanförnu.
Þetta “fegrunarvatn” er 100% náttúrulegt en La Base Dewy Glow er virkt vatn með réttu Ph gildi sem má nota fyrir og eftir förðun. Lavender ilmur með virkum græðandi eiginleikum frá nauðsynlegum olíum sem hafa orkugefandi áhrif fyrir húð og sál er það besta við þessa vöru en auðvitað þurfum við alltaf á góðu andlegu ‘boosti’ að halda í amstri dagsins.
Förðunarmeistarinn Aaron De Mey (sem hefur farðað fyrir m.a. Vogue, W, Elle etc.), segir fegrunarvatnið “must-have” í snyrtivöru-kittinu sínu en hann notar það sem grunn; úðar á andlit fyrirsætunnar fyrir förðun enda á vatnið að næra og jafna fínar línur í andliti.
Eftir förðun og fyrir myndatöku úðar Aaron svo aftur yfir andlit fyrirsætunnar til að lífga förðunina, og “photosjoppa” eða mýkja púðraða vanga, enda gefur fegrunarvatnið fallegan og náttúrulegan ljóma.
Vatnið er semsagt tilvalið til að úða létt yfir andlit til að fríska sig upp og fá í leiðinni góða ‘aromatherapy’ úr orkugefandi olíum sem gefa góða orku á annasömum dögum – og húðinni aftur náttúrulega fallegan gljáa,
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.