Regluleg notkun á góðum andlitsskrúbbi einu sinni til þrisvar í viku er eitthvað það besta sem við getum gert fyrir húðina til að viðhalda ljóma hennar og fegurð.
Top Secrets er heitið á nýjum Exfoliant andlitsskrúbbi frá YSL. Um er að ræða náttúrlegt gel sem inniheldur engin gróf korn, aðeins sykrur og sérstaklega virkar olíur.
Gelið er hunangslitað og fíngert viðkomu. Því er nuddað fínlega á hreina húð. Við snertinguna verður gelið örlítið olíukennt en þykknar svo á húðinni og fjarlægir varlega allar dauðar húðfrumur og óhreinindi úr andlitinu.
Áferð húðarinnar verður silkimjúk með notkun Top Secrets Exfoliant frá YSL.
Gelið hreinsar húðina mjög vel og gerir litarhaft hennar miklu bjartara og frískara. Top Secrets Exfoliant andlitsskbrúbburinn er náttúrleg vara og hentar því öllum húðtegundum, líka viðkvæmri húð sem hættir til að mynda ofnæmi. Hrein snilld!
Top Secrets Exfoliant frá YSL er snyrtivara sem að mínu mati ætti að vera til í eigu allra kvenna.
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.