YSL sækir nú á markaðinn með skemmtilegri og ‘modern’ línu sem kallast Top Secrets.
Hugmyndin að baki línunnar gengur út á að uppljóstra leyndarmál ofurfyrirsætanna sem eru á ferð og flugi allann daginn en þurfa engu að síður að líta óaðfinnanlega út.
Í línunni er að finna margskonar krem og primera en líka frábærar hreinsilínur sem ég er mjög hrifin af, sérstaklega af því þær eru auðveldar og fljótlegar í notkun og vinna verkið virkilega vel.
Toning & Cleansing Micellar Water er hreinsivatn sem hentar til að losa um náttúrulega förðun eða með öðrum orðum; 3 in 1 hreinsivatn fyrir andlit og augu.
Í þessari vöru eru yfirborðsvirk efni sem hreinsa óhreinindi og farða af húðinni en gefa um leið ‘detoxandi’ áhrif og orku frá svörtu te.
Notkun:
Bleytið bómull með hreinsivatninu og fjarlægið maskarann af augnhárunum.
Bleytið aftur bómull með hreinsivatninu og strjúkið yfir andlit og háls.
Notist á morgnana fyrir milda hreinsun og frískleg áhrif og á kvöldin til að hreinsa óhreinindi af húðinni.
Þetta er snilldarvara fyrir konur sem eru á ferð og flugi og nenna ekki að flækjast um með ótalmarga brúsa í töskunni. Líka frábær fyrir þá sem langar að flýta sér í rúmið á kvöldin og hefur ekki tíma fyrir þriggja til fimm þrepa hreinsun með tilheyrandi brúsum og veseni.
Persónulega kýs ég þó að nota Michellar Water vatnið síður á maskarann enda nota ég oftast ofurmaskara sem endast vel yfir daginn og því þarf svolitla fitu til að ná þeim af. Ekki svo að skilja þó að hann hreinsi ekki augnfarðann líka, ég vel bara að nota annað með. En á húðina virkar þetta hreinsivatn frábærlega. Húðin verður frísk og áferðarfögur eftir notkun og þér líður eins og nýsleginni krónu bæði kvölds og morgna!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.