Það nýjasta frá REDKEN er frábær vörulína fyrir konur 50 ára og eldri.
Það er eins með hárið og húðina að eftir því sem árin færast yfir finna konur oft fyrir minni þéttleika í hárinu og í raun margskonar áhrifum sem koma með tímanum og því er í raun ekkert eðlilegra en að konur á þessum aldri geti keypt sér sjampó sem er sérhannað fyrir aldurinn líkt og með kremin.
Mamma tók að sér að prófa þessar vörur með mér en hingað til hefur hún verið mjög vanaföst með hvaða sjampó hún notar. Þetta var í þann mund að breytast.
Hún notaði sjampó, djúpnæringu (maska) og hárnæringu í þessari línu ásamt fyllingarefni sem notað er fyrir blástur.
Eftir að hafa notað vörurnar í nokkurn tíma segir hún ástandið á hárinu ‘allt annað’.
“Þetta hefur voðalega góð áhrif á hárið! Reyndar má ekki nota of mikið af djúpnæringunni og ekki of oft því þá verður það of lint. Maður þarf aðeins að passa sig en ef það er staðið rétt að þessu þá verður hárið virkilega líflegt, glansandi og fallegt,” sagði hún um þessar nýjung frá Redken en það fyrirtæki leggur metnað sinn í breitt úrval varnings sem á að höfða til ólíkra þarfa neytenda.
Hér er kynningarmyndband um vörurnar:
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.