Bed head after-party er ein af mínum eftirlætis hár vörum og ég nota þetta snilldar krem í hárið í hvert skipti eftir blástur.
Kremið lífgar rosalega upp á þreytt, þurrt og úfið hár, gerir það slétt og mjúkt og gefur því alveg einstakan gljáa. Svo finnst mér umbúðirnar líka svo skemmtilegar! Flottar í laginu og töff á litinn.
Kremið endist svakalega vel vegna þess að maður þarf bara örlítið af því í hvert skipti og magnið fer líka eftir hárlengd hjá viðkomandi en ég er til dæmis með sítt og mikið hár og set einn dropa í lófann, nudda honum vel í höndunum og strýk svo létt í gegnum allt hárið.
Þá er gaman að segja frá því að Bed head after-party hlaut verðlaun í flokknum best styling cream hjá www.totalbeauty.com í total beauty awards 2011.
Sem sagt mjög hentug vara fyrir skvísur með þurrt, slitið úfið eða þreytt hár… eða bara þær sem vilja fá fullkominn gljáa og silkimjúkt og slétt hár!
Svo er hægt að nota það á fleiri vegu:
- …flýtir fyrir þurrkun á hárinu.
- … eyðir lykt.
- …leysir flóka og er frábært í krakkahár.
- …kallar fram liði & mótar.
Fæst á hárgreiðslustofum um allt land t.d. Rauðhettu og Úlfinum og í Laugum.
Viktoría Hinriksdóttir er yngsta pjattrófan. Fædd í ljónsmerkinu árið 1994. Hefur áhuga á öllu sem tengist hreyfingu og íþróttum, mataræði, tísku og öðru sem gerir lífið fallegra, betra og skemmtilegra.