Fyrir þær konur sem fíla dramatískt maskaralúkk er Hypnose Drama frá Lancome fremstur meðal jafningja. Hann gerir augnhárin þykk, dúkkuleg og dramatísk svo að eftir því er tekið og þú þarft alls ekki margar umferðir.
Nú í vor kom á markaðinn nýr svarblár litur sem mér finnst ansi skemmtilegur. Það er skemmtileg tilbreyting að nota annan lit en svartan og þá kemur svarblár sterkur inn enda er hann ekki stórt stökk frá þeim svarta.
Einu sinni var í tísku að nota kóngabláan maskara og í nýju vorlínunni frá Lancome (Ultra Lavande) kom líka fjólublár diskómaskari en þessi er ekki jafn áberandi öðruvísi og þú getur notað hann á hverjum degi með hvaða förðun sem er.
Í raun virðist þú vera með svartan maskara nema hvað að áferðin verður öll aðeins mýkri. Burstinn hefur á sér einskonar bogadregið lag sem gerir það að verkum að augnhárin sveigjast upp með hverri stroku og þá verður eiginlega óþarfi að nota augnhárabrettara. Þú færð strax þetta kisulega fallega augnarráð.
Ég hef alltaf verið hrifin af þessari maskarategund frá Lancome enda er ég dama sem er gefin fyrir smá drama. Hann er mjúkur og þú getur bætt á nokkrum sinnum yfir daginn ef þú vilt en annars finnst mér hann duga mjög vel og það er líka auðvelt að þrífa hann af.
Hypnose Drama fer sérstaklega vel konum með blá augu enda skerpir hann á augnlitnum með dimmbláum tón.
Smelltu HÉR til að kanna verð og fleira.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.