Sumptuous Extreme Mascara heitir þessi nýi og súpergóði maskari frá Esteé Lauder.
Ég var svolítið lengi að ná sambandi við hann til að byrja með. Mér fannst burstinn heldur stór og of mikið af kremi koma með í hvert sinn sem ég reyndi að nota hann en eftir nokkur skipti vandist ég honum og nú er þetta klárlega á topp tíu listanum yfir bestu maskara sem ég hef prófað!
Liturinn er mjög svartur og dramatískur og það er auðvelt að gera nokkrar umferðir af honum án þess að hann klessist. Maskarinn inniheldur jafnframt vítamín og næringu sem er sérstaklega gerð til að styrkja augnhárin. Hann er aðeins lengur að þorna en margir aðrir maskarar, eða í 15-20 sekúndur. Eftir það er endingin virkilega góð. í 12 klukkustundir flagnar hann ekkert eða klessist til. Frábær vara.
Maskarinn kostar í kringum 4500 – 5000 kr og fæst m.a. í snyrtivörudeildum Hagkaupa og hann er er hægt að fá í fjórum litum: Svörtum, brúnum, indígó bláum og fjólubláum.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.