Nýlega kom á markaðinn sólarpúður frá Lancome sem heitir því einfalda nafni Star Bronzer.
Púðrið er hægt að fá með bæði sanseraðri og mattri áferð en það matta heitir einfaldlega Star Bronzer Mineral Mat.
Sólarpúðrið er endingargott og gefur fallega en jafnframt náttúrulegan lit. Það blandast mjög vel við manns eigin húðlit svo áferðin verður alltaf eðlileg. Engin skinka hér.
Framleiðendurnir halda því fram að púðrið endist í 14 klukkutíma en ég hef ekki lagt mig eftir því að fylgjast með því. Finnst þetta bara fínasta sólarpúður í mjög þægilegum og nettum umbúðum. Lokið inniheldur t.d. segul sem gerir það að verkum að askjan er alltaf kyrfilega lokuð þegar hún á að vera það. Ótvíræður kostur því hver kannast ekki við að missa þetta einhvernveginn niður, púðrið brotnar og svo fer allt útum allt.
Fyrir mörgum konum er sólarpúður skyldueign í snyrtibudduna þar sem það gefur fallegan og náttúrulegan ljóma svo lengi sem það er notað á réttan hátt. Sérstaklega nú eftir að sólin hefur slegið geislum sínum yfir okkur, þá dregur sólarpúðrið ljómann enn betur fram og þú ert frískleg frá morgni til kvölds.
Flott vara frá Lancome.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.