Fyrir ekki svo löngu síðan sagði ég hér frá flottu og frekar nýjulegu merki sem sérhæfir sig í hárvörum unnum úr náttúrulegum jurtum og olíum. Merkið, sem heitir Label.m hefur verið að vinna til verðlauna undanfarið þannig að það er ógætt að segja að þarna séu gæðavörur á ferðinni…
…Ég var búin að prófa sjampó og hárnæringu frá þeim og HÉR getið þið lesið umfjöllunina. Þar sem ég var mjög sátt með þær vörur ákvað ég að prófa nokkrar ‘style-ing’ vörur líka.
Sjálf er ég með frekar frizzy hár þannig að ég freistast mjög oft til að þurrka hárið með hárþurrku og slétta það eða liða með heitu járni þó svo að ég viti að það fari illa með hárið til lengdar. En núna er ég að nota snilldar efni frá Label.m sem heitir Relaxing Balm. Þetta efni er nærandi krem sem hjálpar til við að slétta úfið hár og fela slitna enda. Þetta efni set ég í hárið þegar það er rakt og leifi því svo að þorna.
Útkoman er mjög mjúkt og glansandi hár og ekkert ‘frizz’. Ég mæli með þessu fyrir þær sem eru með liðað, krullað, eða frizzy hár og vilja móta liðina eða krullurnar og losna við úfna ‘lúkkið’. Efnið kemur í 150 ml flösku með pumpu en þú þarft aðeins nokkra dropa í hárið í hvert sinn þannig að flaskan ætti að endast vel og lengi.
Svo er það rúsínan í pylsuendanum…efni sem ég set í hárið þegar það er nánast ‘ready’ og ég vil setja punktinn yfir i-ið. Það er Split-end Sealer Compact. Þetta efni kemur í einum flottustu og óvenjulegustu umbúðum sem ég hef séð þannig að það er súper gaman að hafa það í veskinu og geta gripið í það þegar maður þarf. Umbúðinar minna helst á silfrað púður-box en það inniheldur einnig spegil. Efnið sjálft er svo ekki af verri endanum en það gefur mikinn gljáa og hentar öllum hárgerðum. Þetta setur maður í endana á hárinu til að gera þá fallegri. Efnið virkar eins og plástur fyrir slitna enda þannig að klofnir endar slitna ekki eins hratt. Súper gott efni í súúper flottum og veglegum umbúðum.
Endilega kíkið svo við á facebook síðu Label.m en þar eru spennandi hlutir framundan ;).
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.