Ég prufaði Sheer ilmvatn frá Stellu McCartney um daginn og féll flöt sem ég geri ekki oft því ég er frekar erfið þegar kemur að ilmvötnum.
Hef notað Gucci Rush í mörg ár. Reyni stundum að þefa mig í nýja átt en það hefur ekki tekist – fyrr en nú.
Þegar ég leita mér að ilm hef ég oft kærastann í huga þar sem það er jú hann sem ég reyni að tæla. Hann er ekki mikið fyrir það þessi elska að ég lykti eins og blómaakur en er samt með skoðun að ég sé sem náttúrulegust. Sem er krafa út af fyrir sig. Þar sem flestar konur vilja nota einhvern ilm þá er erfitt að finna ilmvatn sem er ekki of yfirþyrmandi og of langt frá manns eigin náttúrulega ilm.
Sheer frá Stellu McCartney er einmitt það sem ég leita að. Ótrúlega fersk og hæfilega mild lykt sem jafnframt læðist líka upp að manni með kitl í nef. Gerð úr lífrænt ræktuðum rósum úr Perknesku fjöllunum.
Ég upplifði fyrsta ‘smell’ af flöskunni eins og ferska gusu fulla af rósum, berjum og plómum sem fylltu vitin. Ég fann reyndar líka hint af oggu ponsu sápukeim sem ég fíla ekki en það hverfur um leið og lyktin er komin á hörund og þá fer þessi berja-rósa-plómu blanda að njóta sín. Lyktin aðlagast rosalega vel og gefur þessa fersku dansandi lykt.
Flaskan er svo alveg í takt við ilminn. Ótrúlega elegant og fersk. Alveg í anda hönnun Stellu McCartney. X-ray fílingur á plómulituðum rósum á glærri flösku sem gefur öllum lögum rósarinnar að njóta sín, verulega falleg hönnun.
Stella hefur gefið út nýjan ilm hvert ár síðan 2003 og er þetta fyrsta lyktin sem ég hef kynnst. Mun halda áfram að fylgjast með línu hennar héðan í frá… þá sérstaklega vegna hennar lífrænu stefnu.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.