Við erum alltaf að prófa krem sem eiga að vinna gegn appelsínuhúð og gera hörundið stinnara og þéttara. Kremin virka sannarlega misvel og satt best að segja er þetta einn þeirra vöruflokka þar sem maður vill stundum kaupa köttinn í sekknum.
Fyrir skemmstu fór ég þó að nota krem af þessu tagi sem þó virkilega gerir sitt gagn. Kremið er af gerðinni Sensai í Cellular Performance línunni sem hentar vel fyrir konur, 30 ára og eldri. Því er ætlað að vinna á þessum litlu dældum sem við köllum appelsínuhúð en á sama tíma hefur það stinnandi áhrif á húðina. Slík áhrif kunna vissulega margar konur að meta því það er margt sem gerir það að verkum að húðin slappast.
Til dæmis þyngdartap. Þú bætir á þig, léttist svo en húðin gengur ekki alveg til baka. Slíkt er algengt þegar konur léttast mikið eftir þrítugt og því eldri sem við verðum því verr á húðin með að ganga til baka og liggja slétt og þétt upp við vöðvann. Meðganga vill líka oft teygja vel á húðinni eins og margar kannast við.
Kremið frá Sensai er eitt af þessum dásamlegu kremum sem ilma vel, eru ljúf viðkomu og hafa góð áhrif. Það gengur hratt inn í húðina og hún fær á sig fallegan ljóma sem er t.d. gaman ef þú ert í ermalausu.
Við notkunina finnur maður fljótlega hvernig hörundið þéttist aðeins upp og verður stinnara og með reglubundinni notkun aukast áhrifin jafnt og þétt.
Flaskan er úr heilu gleri, mjög flott. Þú finnur að þú ert með lúxusvöru í höndunum.
Fjórar af fimm stjörnum.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.