Þessi snilldar varalitur heitir Rouge Pur Couture, the lipstick for heroines!
Heroine þýðir einfaldlega kona sem hefur kosti og eiginleika hetju eða kona sem dáðst er að vegna hæfileika sinna og árángurs, alls ekki slæmt!
Liturinn sem ég er að nota heitir Rose Stiletto og er númer 09. Það er pínu erfitt að lýsa litnum en hann er einhverskonar berja-dökkbleikur með brúnum tón. Já!
Þessi varalitur kemur í 18 litum sem allir eru mjög einstakir og fallegir, næst á dagskrá er að eignast dökk fjólubláa!
Kvenhetju varaliturinn þekur vel og mýkir. Hann hefur silkimjúka áferð og mjööög góða endingu. Oft hafa endingagóðir varalitir þurra áferð og/eða þurrka varinar en ekki þessi, akkúrat öfugt! Hann gefur raka og hefur pínu glans. Svo er lyktin yndisleg eins og alltaf af YSL snyrtivörunum.
Þessi fær mjög háa einkunn víða á netinu og nú líka hjá mér!
Og ekki má gleyma, varaliturinn kemur í frábærum og elegant umbúðum sem eru kassalaga, gylltar og með YSL merkinu framan á. Ekki leiðinlegt að draga þennan upp úr veskinu til að punta sig *kisskiss*
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.