Rouge Dior línan frá Dior er byltingarkennd þegar kemur að rakagefandi næringu fyrir varirnar.
Mér finnst varalitir oft þurrka varirnar svo að þetta er frábær eiginleiki sem mér finnst að allir varalitir ættu að hafa. 89% kvenna sem notað hafa varalitinn segja varirnar mun mýkri eftir noktun og ég er sammála!
Rouge Dior kemur í 32 litum sem er mjög stór lína og ættu því allar að finna eitthvað fyrir sig.
Ég nota lit sem heitir Allegro pink og er númer 741. Svo á ég einn ofboðslega fallega dökkrauðan úr sömu línu sem ég nota mjög mikið!
Liturinn er ljósbrúnn með bleikum undirblæ, mjög náttúrulega fallegur og mildur. Fer vel við einfalda dagförðun. Glansinn á honum er ótrúlega flottur, hann glansar án þess að maður taki sérstaklega eftir því, fullkominn glans!
Hvernig ég nota varalitinn:
- Rakakrem.
- Létt púður eða meik.
- Sólarpúður rétt yfir kinnarnar.
- Maskari – stundum blautur eyeliner.
- Highligher yfir kinnbein.
- Allegro Pink varaliturinn setur svo punktinn yfir i-ið. Til að gera varalitinn enn flottari nota ég varablýant frá GOSH til að skerpa útlínurnar og varirnar verða perfect!
Ég elska þessa varaliti, endast allann liðlangan daginn og gera mikið fyrir varirnar. Mig langar í fleiri liti úr þessari línu t.d. Blazing red sem er skææærrauður og svo Mysterious Mauve sem er dökkfjólublár og fremur ólíkur því sem Dior hefur boðið uppá hingað til.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.