Eitt uppáhalds merkið mitt þegar kemur að förðunarvörum er lúxus merkið Chanel af því að ég verð aldrei fyrir vonbrigðum með vörurnar þeirra – og svo eru umbúðirnar líka alltaf svo hrikalega flottar…
…Það nýjasta sem að ég prófaði frá þeim er hálfgerður varalita gloss sem heitir Rouge Coco Shine en þetta er léttur shimmer varalitur sem gefur góðan raka og glans.
Það besta við hann er að þó hann sé svona léttur og glansandi þá gefur hann samt fallegan og þekjandi lit sem endist ágætlega (mun lengur en gloss). Ég fékk mér litinn Liberté # 46 en hann er ferskju bleikur og hressandi.
Þennan nota ég dagsdaglega og elska að bera hann á mig, svo mjúkur og þægilegur.
Og já, hver getur staðist þessar svörtu og gylltu umbúðir?
Loves it!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.