Það hefur lengi verið í móð að varirnar skuli glansa eins mikið og hægt er. Glamúr glamúr glamúr!
En nú er þetta að breytast og mattir varalitir eru að koma sterkt inn! Það besta við matta liti er að þú getur alltaf breytt til ef þú færð ógeð af matta litnum. Þá bara hendiru glossi yfir og VOILA varirnar glansa á ný!
Rouge allure velvet er glæný lína frá Chanel sem inniheldur 8 mismunandi liti.
Þegar maður hugsar um matta varaliti heldurðu strax að hann þurrki varirnar en Rouge Allure Velvet inniheldur jojoba olíu sem mýkir varirnar og heldur þeim nærðum allan daginn. Hann helst MJÖG vel á, þarf nánast ekkert að bæta á hann yfir daginn.
Liturinn sem ég er að nota heitir L’exubérante og er fallega dökkbleikur. Hann fer vel við ljósan húðlit minn og ég nota hann bæði dagsdaglega og þegar ég fer eitthvað fínt.
Það er smá rauður undirtónn í litnum þannig stundum nota ég rauðan varablýant og þá virðist hann vera rauðari. Kemur mjög skemmtilega út.
Umbúðirnar eru stílhreinar í takt við Chanel, svart hulstur með einskonar “smellu” og þá poppar varaliturinn út. Mjög skemmtilegt!
Varaliturinn kemur í búðir í byrjun nóvember. Bíðið spenntar! Ég allavega hlakka til að kaupa mér fleiri liti úr þessari línu!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.