Coco Chanel var eitt mesta átrúnaðargoð kvenþjóðarinnar vissi svo sannarlega hvað hún söng hvað varðaði kynþokka, tísku og stíl.
Nú hefur fyrirtækið sett á markað varagloss sem er innblásinn af Rouge Allure varalitnum sem gerði garðinn frægan um miðja 20. öld með konum eins og Marilyn Monroe og Elizabeth Taylor.
Þetta er jólaglossinn í ár!
Rouge Allure Extrait De Gloss er litsterkt gloss sem kemur í fallegri, svartri pakkningu. Glossinn er fáanlegur í 10 litatónum, hver öðrum fallegri. Minn uppáhalds er nr 517, Triomphal. Liturinn er rauðbleikur og mjög endingagóður. Það er vert að taka fram að þessi litur og einn í viðbót koma í Limited Edition þannig að það er um að gera að næla sér í!
Miðað við endinguna og styrkleikann kemur mjög að óvart að hann smitast ekki og helst vel innan varalínunnar, þó að maður sé ekki með varablýant. Varirnar verða alls ekki klístraðar og manni líður mjög vel með hann á sér. Burstinn er svo flatur á báðum hliðum og mjókkar niður, og býður þannig upp á mikla nákvæmni við ásetningu.
Ég mæli eindregið með þessum glossi en það skemmir líka ekki að hann mýkir upp varirnar með Shea Butter og Canola olíu, ásamt því að innihalda E vítamín!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com