Svona snyrtivöru-fíklar eins og ég eiga oft ‘kvöld’ förðunarvörur og ‘hversdags’ förðunarvörur. Það sem verður oft fyrir valinu á kvöldin eru ýktari litir og meiri glit og glamúr. Svo á dagin eru það meira náttúrulegir litir sem eru ekkert of áberandi…
…En nú var ég að fá í hendurnar mega krúttlega augnskugga pallettu frá Lancôme, þessi palletta inniheldur fjóra augnskugga og þrjá bursta ásamt stórum spegli. Og þessi palletta er ‘pörfekt’ bæði kvölds og morgna, sem sagt í meira spari en líka hversdags. Jess!
Pallettan heitir Lancôme OMBRE ABSOLUTE PALLETTE– Radiant smoothing eye-shadowquad- Devine Hold. Ég fékk þessa palletu í lit sem heitir því krúttlega nafni Baby Romance (95), (það er þessi sem er í miðjunni á myndinni fyrir ofan).
Þessir augnskuggar eru mjög áferðarfallegir og mjúkir og það er auðvelt að meðhöndla þá með burstunum sem fylgja. Og eins og áður sagði eru skuggarnir fjórir en það er hægt að skapa nokkur mismunandi ‘lúkk’ með þessum fjórum. Einn skugginn er mjög sanseraður og glitrandi og hentar því fullkomlega í fínni förðun á meðan annar er flottur yfir allt augnlokið í hversdagsförðun. Svo er að sjálfsögðu einn sem er snilld í skyggingar. Þarna getur maður leikið sér!
Og eins og kemur fram í nafninu á skugganum þá hefur hann ‘devine hold’ eða hiiimneska endingu, alls ekki verra! Mæli með þessari fyrir þær sem vilja mikið fyrir peninginn!…Og já…umbúðirnar eru alveg jafn fallegar og augnskuggarnir en þær eru skreyttar með blóma-munstri.Svo er klárlega málið að toppa augnförðunina með ÞESSUM æðislega blauta eyeliner frá Lancôme sem Gunnhildur skrifaði um.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.