Fyrir nokkru sendi Clinique frá sér nýja húðdropa sem eiga að hægja á öldrun og fríska upp á húðina, droparnir eru mjög rakagefandi og til að ná sem bestum árangri þá er gott að bera húðdropana á andlitið kvölds og morgna. Það þarf alls ekki að nota mikið magn heldur eingöngu fáeina dropa (2-3) og nudda þeim vel inn í húðina.
Repairwear laser focus andlitsdroparnir efla náttúrulegt kollagen húðarinnar, og hægja á öldrun húðarinnar. Eftir fjögurra vikna notkun á dropunum, mildast hrukkur og sólarsköddun eða litablettir.
Þær sem hafa prófað dropana segja að þær hafi fundið mun eftir 12 vikna notkun en eftir tólf vikur fer ekki milli mála að dregið hefur verulega úr hrukkunum, jafnvel nálgast það sem fæst með leysigeislameðferð.
Repairwear Laser Focus andlitsdroparnir eru góður kostur fyrir alla sem vilja fríska upp á útlitið og freista þess að hægja á óhjákvæmilegri öldrun húðarinnar. Og áður en ég gleymi, þá er hægt að nota þessa húðdropa í kringum augun líka og það er mikill kostur! Húðdroparnir eru einnig fínir til að bera á háls og bringu en galdurinn er bara að muna að bera húðdropana á kvölds og morgna!
Hentar konum á öllum aldri sem vilja jafna húðlitinn og auka á ljóma.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.