Eins og allar pjattrófur vita er ekkert mikilvægara húðinni en raki og sólarvörn ef þú ætlar að halda unglegu og fallegu útliti fram eftir aldri. Þá erum við að tala um að halda raka að húðinni allann daginn og það er sérstaklega mikilvægt í löndum eins og okkar þar sem rakastigið í loftinu er nánast undir heilsumörkum.
Við erum allt of mörg með allt of þurra húð og þetta gildir bæði fyrir vetur sem sumar, þó að veturinn reynist okkur yfirleitt erfiðari.
Á sumrin getur húðin líka auðveldlega þornað í sólinni og þá er mjög mikilvægt að gefa henni raka svo að hún haldi teygjanleikanum og þú verðir fallega útitekin – en ekki með þurra brúnku 😉
Að mínu mati er best að nota rakamaska þrisvar í viku og þá gjarna eftir að kornaskrúbbur hefur verið notaður í sturtunni. Sjálfri finnst mér gott að sofa með rakamaska og bera þá bara vel af honum á mig fyrir háttinn. Trúðu mér, húðin drekkur í sig rakamaskann og hreinlega elskar hann. Eins er alveg nauðsynlegt að nota rakamaska áður en þú ferð eitthvað út eða þegar þú vilt líta sérstaklega vel út. Þá seturðu hann á þig í svona korter áður en þú farðar þig. Bíður með hann og þurrkar svo af það sem ekki gengur inn áður en þú berð aftur á þig rakakrem.
Clinique eru meðal þeirra sem framleiða frábæra rakamaska. Ég hef að undanförnu notað Clininque Skin Calming Moisture Mask sem fer mjög vel með sjö daga skrúbbnum frá þeim. Þessi rakamaski hentar flestum húðgerðum vel og skilur húðina eftir vel nærða og fallega. Mundu að bera vel á andlitið og niður eftir hálsi og bringu.
Fáðu frekari upplýsingar um verð og fleira HÉR.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.