Ég hef verið að prófa nýjan augnskuggafjarka frá L’Oréal. Hann heitir Quad Pro og mér þykir hans dálítið skemmtilegur. Ég er með blágræn augu og þessi augskuggi er einmitt sérstaklega gerður til að draga fram bláan lit augnanna.
Hann er einnig fáanlegur í litum sem undirstrika og fegra brúna, bláa og græna augnliti. Litir gera mismikið fyrir augun og þegar maður málar sig á halupum er auðvelt að klikka á litapallettunni. Quad Pro einfaldar málið nokkuð mikið hjá mér.
Um er að ræða þrjá liti sem draga fram augnlitinn og síðan ljósari lit sem er notaður til að lýsa upp augnsvæðið.
Augnskugginn inniheldur örfínt perluryk sem grípur birtuna sem fellur á augnlokið og lýsir það upp þannig að augun ljóma. Mér hættir stundum til að nota of mikið af augskugga en oft er betra að gera minna er meira.
1 Berðu dekksta litnn á augnlokið við augnahárin til að skerpa á línunni. Þetta dregur fram augun og gefur þeim skerpu.
2 Berðu mið-litinn þar fyrir ofan og dúmpaðu út svo að hann blandist aðeins við dökka litinn og dreifist út frá auganu upp að enda augabrúnar.
3 Láttu ljósasta litinn á beinið undir augabrúninni en ekki fara alla leið upp að sjálfri brúninni.
4 Láttu ljósasta, sanseraða, litinn í augnkrókinn til að láta augun virðast stærri og bjartari.
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.