Prodigy Powercell línan frá Helenu Rubinstein er alhliða yngjandi krem, serum og augnkrem sem er ætlað fyrir þroskaða húð.
Við vitum allar að með hækkandi aldri verða merki öldrunar sífellt ásæknari og meira áberandi. Húðin verður slöpp, hrukkur myndast og útlínur andlitsins verða óreglulegar því stuðningsnetið veikist. Og til að toppa það dofnar húðliturinn og ljóminn fölnar!
Ég var fengin til að prufa nýtt yngingarkrem og serum frá Helenu Rubinstein Prodigy Powercell. Eftir að hafa borið serumið og kremið daglega og mjög samviskulega á andlit og háls í sex vikur komst ég að þessari niðurstöðu:
Prodigy Powercell kremið ilmar vel og er extra mjúkt, serumið heldur rakanum í húðinni og húð mín tók vel á móti kremunum. Ég fann strax mikinn mun – húð mín virtist endurnýjuð, styrkari og sjáanlega unglegri eftir einungis viku, einnig jók Powercell kremið ljómann í húðinni og jú, það dregur sýnilega úr hrukkum á andliti og hálsi.
Prodigy Powercell kremin eru unnin úr Jurtastofnfrumum frá Oceanic Crista plöntunni en það er yfir 1000 ára gömul planta, sem er upphaflega úr sjónum, en vann sig upp á land. Þetta er sterk planta sem hefur virka andoxandi eiginleika, E vítamín og LHA. Prodigy Powercell verndar þannig og lagfærir húðina daglega gegn öldrun.
Prodigy Powercell hentar öllum konum 30 ára og eldri, sem vilja viðhalda raka húðarinnar, vernda hana daglega gegn utanaðkomandi áreitum eins og UV geislum, álagi og öldrun húðarinnar.
Ég er þrusuánægð með árangurinn og dreymir nú um að eignast augnkremið líka!
Kremin fást meðal annars hjá Hagkaup en athugaðu að þessi vara er í flokki lúxuskrema og því má búast við útgjöldum…og árangri eftir því 😉
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.