Snillingurinn hún Bobbi Brown var að setja vorlega litapallettu á markað sem nefnist Pretty Powerful og er í bleikum og hressandi umbúðum. Eins og hennar er von og vísa eru litirnir náttúrulegir og frísklegir og til þess fallnir að auka fegurð sérhverrar konu án þess að gera hana gervilega og ofurmálaða.
Í þessarri sætu pallettu er að finna fjóra augnskugga, einn kinnalit og þrjú varagloss. Best er að setja ljósa litinn „ivory“ yfir augnlokið og nota annan hvorn bleiku litanna til að skyggja augað létt.
Ég mæli frekar með ljósari litnum fyrir þær sem eru fölar eða með ljósa húð en dekkri litinn fyrir þær sem eru dekkri á brún og brá. Dökkbrúni augnskugginn virkar bæði vel sem eyeliner eða þá í kringum augun ís vona „sixtís“ kisulórustíl. Kinnaliturinn Pretty Pink lítur út fyrir að vera mjög skær en er mjög fallegur notaður sparlega efst á kinnbeinin og veitir frísklegan „útiveru“ bjarma. Að lokum má svo nota varalitinn „ Sandwash Pink“ með varalitabursta og annað hvort „Bubble Bath“ gloss eða „Soiree Pink Glitter“ gloss yfir til hátíðabrigða.
Snjall gripur til að geyma í veskinu þar sem allt er til staðar á einu bretti og færir þíg úr dagförðun yfir í kvöldförðun eftir hentugleik. Svo má bæta við að eins og með allar vörur Bobbi Brown þá endast litirniar allan liðlangan daginn ( og kvöldið) án þess að renna til.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.