Guðný fjallaði nýlega um ilminn Play it spicy frá Playboy og líkaði vel. Ég hef verið að nota ilm úr sömu línu sem heitir Play it sexy.
Ég er sammála Guðnýju með það að maður á ekki að láta umbúðirnar plata sig. Jafnvel þótt þú sért ekki aðdáandi Playboy gætiru fílað ilminn frá þeim. T.d. er mitt all time uppáhalds ilmvatn frá Kylie Minouge og ég er ekki hennar helsti aðdáandi.
Ég hef einnig verið að nota lyktareyðinn með sömu lykt og fíla hann jafn vel og ilminn. Hann kemur í sprey formi og virkar vel allan daginn.
Ég myndi segja að ilmurinn henti frekar yngri kynslóðinni – hann er ferskur og sætur. Eitthvað sem flestar stelpur ættu að fíla.
Það besta er að ilmvatnið er mjög ódýrt sem kom mér á óvart! Flestar vörur sem Playboy framleiðir eru rándýrar en flaskan af ilminum er á undir 4.000 kr. sem er mjööög gott verð!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.