Ég nota eyeliner mjög mikið. Bæði til að ná fram klassískum kisu-eyeliner og til að fá smokey-lúkk á djamminu.
Hingað til hef ég einungis notast við svartan eða mjög dökkan augnblýant en nýlega ákvað ég að prófa eitthvað nýtt og notaði ljósfjólubláan blýant frá GOSH. Augnblýanturinn er úr línu sem kallast Velvet touch.
Ég hef bæði notað hann sem augnskugga og í kringum augun. Liturinn er ekki mjög sterkur en gerir mikið fyrir förðunina. Ég er með græn augu og liturinn passar sérstaklega vel við augnlitinn minn. Hann gerir augun bjartari og dregur fram græna litinn.
Skemmtilegur eyeliner sem er hægt að nota á ýmsa vegu.
Liturinn er nr. 14 og heitir Pink Darling – er á hagstæðu verði og fæst í Hagkaup og víðar.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.