Pivoine Flora línan frá L’occitane er hreint æðisleg. Ég á nokkrar vörur úr línuni og er mjög hrifin af þeim öllum.
Augnskugga pallettan sem kom í búðir núna í vor inniheldur fjóra liti: Ljósbleikan, ljósbrúnan, bleikan og dökkfjólubláan. Pallettan er í fallegu og svolítið vintage boxi sem er mjög þægilegt og handhægt. Svo fylgir með bursti sem er mjög góður, oft eru burstarnir sem fylgja með augnskuggum hálf lélegir en þessi er meiriháttar fínn.
Augnskuggarnir sjálfir eru mjög góðir. Þekja eins vel og hægt er, blandast mjög fallega og haldast vel á. Það er bæði hægt að nota pallettuna fyrir dagförðun, nota þá t.d. ljósbrúnan og smá bleikan með, og svo fyrir kvöldförðun þar sem dökkfjólublái er í aðalhlutverki. Umbúðirnar eru fallegar og stílhreinar – lýsa L’occitane mjög vel. Eitt af uppáhalds í snyrtibuddunni þessa stundina.
Svo er það Facecolour cream duo, snilldarvara…
Í boxinu eru tveir litir. Einn dökkur mattur og annar ljós perlulitaður sem gefur andlitinu birtu, þegar ljósið skín á húðina fangar liturinn ljósið og andlitið fær ferskan blæ. Svo er einnig hægt að fá með bleikari lit.
Þetta er mjög sniðugt sérstaklega yfir vetrartíman (eða bara allt árið fyrir okkur íslendinga) þegar húðin er sérstaklega föl. Litirnir eru kremaðir sem er mjög þægilegt því maður getur auðveldlega notað puttana til að setja litinn á og hann blandast mjög vel sem skapar mjög náttúrulegt útlit.
Dökka litinn nota ég til skyggingar á kinnbeinum, hinn litinn set ég á kjálkann og rétt fyrir ofan kinnbeinin. Ef þú ert að nota boxið með bleika litnum skaltu setja hann beint á kinnarnar, þá verður maður sætur og sumarlegur.
Gæða vara sem ég nota mjög mikið. L’occitane stendur fyrir sínu, enda hefur merkið verið til í yfir 35 ár!
Facecolour cream duo fæst í L’occitane í Kringlunni.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.