Mig langar að segja ykkur frá Perfection lumiére velvet farðanum frá Chanel sem ég er búin að vera nota mikið upp á síðkastið.
Farðinn hentar sérstaklega vel fyrir þær sem eru með feita eða blandaða húð. Sjálf er ég með blandaða húð og var þessi farði því fullkominn fyrir mig.
Perfection Lumiére Velvet gefur miðlungs þekju og matta húð. Áferðin er flauels (velvet) og húðin verður silkimjúk.
Margar af þekktustu förðunarfræðingum í bransanum hafa lýst ást sinni á förðunum frá Chanel, en þar má meðal annars nefna Pixiwoo systur, ásamt Lisu Eldrigde.
Mér finnst það ekki skrýtið þar sem þessir farðar eru hágæðavörur. Þú finnur þá eiginlega varla betri.
Persónulega finnst mér best að nota svokallaðann stippling bursta þegar ég ber hann á og blanda hann vel en ég er einmitt með bæði farðann og burstann á myndinni hér að ofan.
Húðin verður svo falleg og náttúrleg með þessum farða og það sem betra er að farðinn hylur svo vel, án þess að vera ‘’þungur’’
___________________________________________________________________
Hér má sjá myndband af Lisu Eldrige bera Perfection Lumiére Velvet farðann á fyrirsætu:
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=9uGX0gN_VaE[/youtube]
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com