Mamma notaði alltaf Opium frá YSL þegar ég var lítil svo Opium hefur sérstaka merkingu eins og “ilmvatnið hennar mömmu” gerir hjá okkur öllum.
Opium var alveg með því allra heitasta back in the 70’s en ilmurinn kom fyrst á markað árið 1977 og olli strax miklum usla með nafinu.
Margir gáfu í skyn að YSL væri að hvetja til eiturlyfjaneyslu en eins og margir vita er hefur opium verið reykt í austurlöndum öldum saman og komið fólki í annarlegt ástand.
Kínverjar mótmæltu t.d. harðlega og sögðu YSL ekki hafa neitt skynbragð á aðstæður kínverskra-ameríka.
Þetta gerði þó ekki annað en að vekja bara enn meiri athyglil á þessum eftirsótta ilmi og það gerðist aftur þegar Sophie Dahl sat fyrir á Opium auglýsingu, klædd í ekkert nema háa hæla.
Mörgum þótti þessi auglýsing fara yfir velsæmismörk og mótmælin urðu til þess að allir tóku eftir Opium. Svona geta þessi mótmæli stundum haft öfug áhrif.
En hvað með ilminn?
Jú, Opium er kryddaður austrænn ilmur. Seiðandi og þokkafullur og hentar vel á kvöldin. Hann er pínu kröftugur og verður sérlega góður eftir smá tíma á hörundinu, bæði sætur og seiðandi.
Nýlega kom svo á markaðinn dóttir hennar Opium, Belle d’Opium, en ég hef enn ekki fundið ilminn af henni. Hlakka hinsvegar til þess.
Hér eru nokkrar myndir úr opnunarhófi ilmsins en á þeim má m.a. sjá Mary Kate Olsen og fleiri.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.