Um daginn fjallaði ég um Minx æðið og ég sá á viðbrögðunum að það eru fleiri en ég spenntir yfir þessu Minx ‘looki’…
…Ég viðurkenni að ég er algjör snyrtivöru-perri en núna var ég að uppgvöta einu mestu snilld sem ég veit um. Það eru naglalökkin frá OPI sem þau gerðu í samstarfi við Katy Perry.
Það er neflinlega pínu Minx fílíngur í þessum lökkum af því að þau framkalla munstur á neglurnar og maður lítur út fyrir að vera nýkomin af einhverri lúxus snyrtistofu.
Lökkin virka þannig að þú byrjar á að setja grunnlakk, ég fékk mér grunnlakk sem heitir Teenage Dream og er ljósbleikt GLIMMER naglalakk. Því næst seturðu yfirlakkið sem heitir SHATTER en það er svart matt naglalakk og eins og nafnið gefur til kynna þá ‘shatterast’ eða brotnar það. Það er svo merkilegt að þegar þú setur Shatter lakkið á þá er það fyrst eins og matt venjulegt svart lakk en svo á nokkrum sekúndum mótast það í þetta flotta mynstur og grunnlakkið skín í gegn.
Svo getur maður stjórnað því hversu stór brotin eru, ef maður setur þunnt lag þá verða brotin minni en mér finnst persónulega flott að setja þykkt lag og þá verða brotin stór og flott. Svo eru OPI naglalökkin alltaf svo góð að þetta endist og endist!
Ég er búin að vera mjög dramatísk yfir þessum nýju naglalökkum og er alltaf að dást að þessari snilld! Næsta skref er að fá sér annan grunnlit, holy moly ég elska þetta!!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.