Sumarið er tíminn til að fara vel með húðina af því það er einmitt með hækkandi sól sem við fækkum fötum…
…og byrjum að spóka okkur á sumarkjólum og hlýrabolum í bænum.
Huile De Douche – Oil Therapy heitir yndisleg unaðsvara frá eftirlætis “body” fyrirtækinu mínu Biotherm. Ég er fan þegar kemur að líkamsvörum frá þessu fyrirtæki og veit að ég er sannarlega ekki ein um það.
Það sem mér finnst best við þessar vörur er ilmurinn og gæðatilfinningin sem fylgir þeim en mér finnst ég alltaf vera að gera extra vel við mig þegar ég fer í Biotherm bað.
Þessi kornaskrúbbur/sturtusápa er annað stigið af þriggja þrepa húðmeðferð Biotherm til að meðhöndla þurra og erfiða húð (that’s me).
Þú notar vöruna í sturtunni, helst með skrúbbhönskum, til að ná besta árangrinum. Þessi kornaskrúbbur/sturtusápa er samsett með musk – og rósarolíu, ástríðublómi og apríkósuolíu. Ilmurinn er dásamlegur og tilfinningin sem þetta skilur eftir sig er sú að þú hafir verið að gera þér einkar gott.
Svo lýkurðu baðinu með húðolíu sem ég mun skrifa stuttlega um síðar. Yndisleg vara sem á eftir að slá í gegn í sumar og gera húðina extra fallega eftir sund og sólböð.
Smelltu HÉR til að fræðast um verð og kaupa vöruna.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.