Ég var á ferðalagi í Kaupmannahöfn og Svíþjóð fyrr á árinu og tók þar eftir Ole Henriksen snyrtivörunum enda ekkert annað hægt þar sem umbúðirnar eru afar litríkar og fallegar í hillum.
Nú hef ég prófað þessar vörur og komist að því að ég er einstaklega hrifin af express the truth kreminu og feel the difference maskanum. Við vinkona mín vorum báðar sammála um að hann er líka stórkostlegur, húðin “lyftist” frískast upp og ljómar eftir 10 mínútur á andliti og háls.
Hver er svo Ole?
Árið 1975 kom Ole fyrst inn á snyrtivörumarkaðinn í Los Angeles. Hann vann sér strax gott orð meðal elítunar í Hollywood. Áhrifaríkar meðferðir hans vöktu strax eftirtekt þar sem hann sameinaði virk seyði náttúrunnar samhliða nýjasta tækjabúnaði. Ole fékk áskorun frá Los Angeles Times þar sem hann fékk sex vikur til að bæta ástand húðarinnar á nokkrum einstaklingum. Svo vel tókst til að þessi uppákoma varð mikil bylting fyrir Ole og varð til þess að hann skapaði sér nafn sem “snyrtifræðingur stjarnanna”.
Mark Wahlberg, Jessica Alba, Renée Zellweger, Justin Timberlake, Adam Lambert, Eva Mendes, Linda Evangelista og Charlize Theron eiga öll það sameiginlegt að elska snyrtivörurnar frá Dananum Ole Henriksen og fara reglulega í dekur og meðhöndlun á snyrtistofum hans.
Hver vara ber með sér sérstakan ilm sem gefur umhirðu húðarinnar nýja upplifun en snyrtivörulína Ole Hendriksen er ætluð fyrir bæði kynin og unnar úr náttúrulegum innihaldsefnum.
Ole Hendriksen snyrtivörurnar eru komnar til landsins og fást í Hagkaup en einnig munu þær fást um borð í Icelandair. Og þá er bara að trítla í Hagkaup og skoða vörurnar.. eða kaupa sniðugan prufu og ferðapakka HÉR.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.