Ég er 150% aðdáandi Diesel ilmanna og hef verið að nota þá nokkra í gegnum tíðina. Sá nýjasti kallast LOVERDOSE en nafnið vísar til einhverskonar ofskömmtun af ást!…
…Það fyrsta sem ég tók eftir var glasið sem er sjúklega skemmtilegt; fjólublátt, hjartalaga og skorið eins og demantur. Það er því gaman að hafa það upp á hillu inni á baðherbergi. Þá er það ilmurinn sjálfur (sem er næstum því aukaatriði þegar flaskan er svona fín ;)). Ilmurinn er frískegur og djarfur og byggist á mandarínu og kryddaðum stjörnuanís ásamt lakkrís og vanillu. Þetta er einn sérstakasti og mest ávanabindandi ilmur sem ég hef notað, lovely!
Þegar maður er að fíla einhvern ilm svona vel þá er freistandi að fá sér body-lotionið í stíl. Loverdose ‘body-lotionið’ er dúnmjúkt og hefur sama ilminn og ilmvatnið nema nokkuð mildari, snilld að smella smá á sig eftir heita sturtu.
Mæli með að ‘sniffa’ af þessum flotta ilm fyrir þær sem eiga leið um snyrtivörubúðir en ég held að hann gæti hentað konum á öllum aldri.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=5KPRm6mvjg8[/youtube]Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.