Það hefur löngu verið sýnt og sannað að snyrtivörurnar frá Sensai eru hágæðavara sem veldur seint vonbrigðum en þær fá alltaf virkilega góð ummæli og mikla athygli, bæði í tímaritum og á netinu…
…Sjálf hef ég notað púður frá þeim í nokkur ár og kaupi það aftur og aftur eins og svo margir aðrir sem prófa Sensai vörurnar.
En um daginn var ég svo heppin að geta glatt mömmu mína með ‘pakka’ frá Sensai en hann innihélt það nýjasta úr Wrinkle Repair línunni. Það er létt rakakrem sem kemur í 50 ml glerflösku með pumpu.
Kremið heitir Wrinkle Repair Collagenergy (SPF 20) og á að vekja kollagen húðarinnar ásamt því að gefa húðinni raka og frísklegt yfirbragð.
Kremið inniheldur þykkni úr blöðum bæði stjörnuávaxtar og Moon-Peach trésins auk efni sem heitir CPX Vital Extract en saman örva þessi efni virkni kollagensins og árangurinn verður stinnari og mýkri húð og grynnri línur.
Mamma er svo bara hæstánægð með þetta vel ilmandi og létta krem sem smýgur auðveldlega inn í húðina og gefur henni frísklegt yfirbragð og þennan eftirsótt ljóma! Og eins og hún sagði:
Þetta krem vekur húðina OG mig á morgnanna og er léttur og góður grunnur undir farða…
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.