Skísurnar eru hreinlega að missa sig yfir þessu naglalakki!
Ef ég skrepp út með Peridot naglalakkið á nöglunum er ég iðulega spurð frá hverjum naglalakkið sé.
Liturinn á að minna á fallegar fjaðrir páfuglsins og er litadýrðin einmitt nákvæmlega eins og fjaðrirnar, lakkið dettur beint inn í veturinn og smellpassar fyrir tískuna en metalic litir verða einmitt mjög mikið í haust og vetrartískunni í ár.
Peridot 531 liturinn er verulega fallegur og skiptir um lit eftir birtunni, liturinn fer allt frá bronz tónum yfir í gull, silfraðan, grænan og bláan blæ og hentar því sérlega vel fyrir haustlitina sem eru í loftinu núna. Formúlan er mjög góð og auðvelt er að naglalakka neglurnar með naglalakkinu frá Chanel og nægir að setja tvær umferðir á neglur og þornar lakkið fljótt.
Chanel Peridot 531 fæst í flestum snyrtivöruverlsunum og kostar rúmar 4000 kr.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.