Bláa Lónið er nú að kynna tvær glænýjar húðvörur. Þessar nýju vörur eru afrakstur rannsókna undanfarinna ára þar sem áhersla hefur verið lögð á kísilinn okkar fræga sem er talinn hafa styrkjandi áhrif á efsta varnarlag húðarinnar…
…Ég prufukeyrði þessar nýju vörur nýlega og verð að segja að mér líst bara vel á enda alltaf fílað Bláa Lóns vörurnar í botn.
Fyrri varan sem að ég prófaði finnst mér mjög spennandi en það er fótakrem eða Silica Foot & Leg Lotion. Þetta er fyrsta varan frá Bláa Lóninu sem er sérstaklega þróuð fyrir fætur. Það fyrsta sem að ég tók eftir var mentól lyktin, en kremið inniheldur einmitt mentól sem að kælir og róar þreyttar fætur.
Silica Foot & Leg Lotion inniheldur einnig kísilinn góða sem styrkir og nærir. Skemmtileg nýung innan Bláa Lóns línunnar sem að mýkir og frískar upp á táslurnar!
Svo er það hin nýjungin. Það er húðskrúbbur eða Silica Mud Exfoliator. Þessi skrúbbur er ætlaður bæði fyrir andlit og líkama sem er frekar sérstakt en mér finnst hann hæfilega grófur og því fínn bæði á líkama og andlit.
Þessi vara byggir einnig á kísil Bláa Lónsins en hún inniheldur örfínar kísilagnir sem slípa húðina og fjarlægja dauðar húðfrumur þannig að húðin verður mjúk og endurnærð. Þessi náttúrulega vara er á parabena, ekki verra!
Spennadi vörur sem byggja á rannsóknum undanfarinna ára þar sem hagnýtngarmöguleikar kísilsins hafa verið kannaðir.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.