Biotherm Beurre de levres varasmyrslið er mjög rakagefandi og næringaríkt og algjör nauðsyn fyrir þá sem leggja áherslu á að hafa varirnar fallegar og vel nærðar.
Varasmyrslið virkar samstundis og græðir þurrar og flagnaðar varir og verndar gegn miklum hita og kulda.
Þetta er næringaríkt smyrsl sem inniheldur fimm náttúrulegar olíur unnar úr apríkósu, kóríander, jojoba, ástaraldin og macademia hnetu. Allt olíur sem hafa sérlega góð áhrif á húðina.
Biotherm beurre de levres er í handhægri skásniðinni túpu og hentar bæði konum og körlum. Notalegt bragð og léttur ilmur ferskju, sítrónu og rósa. Öflugur rakagjafi fyrir varir sem má nota af vild og jafnframt mjög góð sólar og kuldavörn.
Gott ráð til að fá mjúkar og kyssulegar varir er að þrífa burt dauðar húðflögur með því að nudda varirnar vel með blautum þvottapoka eða mjúkum tannbursta áður en þú berð á þig þykkt lag af varasmyrsli og gefur því smá tíma til að smjúga inn í húðina. Mjög sniðugt að gera þetta á kvöldin áður en farið er í rúmið, svo lengi sem þú hyggur ekki á langa kossa.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.