Hver vill ekki gallalausa og fullkomna húð? Pant ég! Þess vegna finnst mér nafnið á nýja púðurfarðanum frá Dior alveg sjúklega heillandi…
…Þessi púðurfarði heitir nefninlega DiorSkin Forever Compact- Flawless Perfection Fusion Wear Makeup SPF 25.
Farðinn kemur í fallegum bláum umbúðum merktum Dior. Það fylgir svampur með og spegill þannig að þessi er snilld í töskuna til að ‘flikka’ aðeins upp á andlitið eftir þörfum.
Það sem ég fíla best við farðann er áferðin. Hún er mjúk, létt, samlagast húðinni vel og gefur henni og matta og fallega áferð sem endist út daginn.
Farðinn er silkimjúkur og bráðnar nánast ofan á húðina án þess að gefa manni þetta ‘púðraða’ lúkk, afskaplega náttúrulegt og fínt. Og já!…farðinn hefur 25 í sólarvarnastuðul þannig að hann ver húðina fyrir skaðlegum geislum sólarinnar.
Ef að þú átt það til að fá smá glans á enni og kinnar eftir langan dag þá mæli ég með þessum frábæra púðurfarða. Hann endist og endist og enginn glans!
Algjörlega þess virði að skoða þennan en hann hefur fengið verulega góða dóma fá snyrtivöru-elskendum um allan heim.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.