Það var nú seint á síðasta ári að nýr ilmur frá kanadísku söngkonunni Avril Lavinge kom á markað. Ilmurinn er númer þrjú í röðinni og heitir Wild Rose…
…Ég gaf yngri systur minni þetta ilmvatn um daginn og síðan hefur hún notað það daglega. Wild Rose ilmurinn er ávaxta- og blómalegur en hann byggir á mandarínu, greipávexti, plómu, appelsínublómi, orkedíu og fleiru. Ég verð að segja að þessi blanda ilmar eins vel og hún hljómar.
Ekki nóg með að ilmurinn sé góður…flaskan er líka mjög falleg en hún er hvít og ljósbleik með ljósbleikri rós á toppnum. Gaman að hafa hana upp í hillu! Og já, með flöskunni fylgir hringur!
Ef þú ert í vandræðum með afmælisgjöf handa til dæmis vinkonu, systur eða frænku þá mæli ég með að kíkja á þennan en ilmurinn er á nokkuð góðu verði.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.