Nivea kom á markað með nýja ‘náttúrulega’ línu fyrir nokkrum vikum. Línan kallast Pure and Natural en þar státa framleiðendur sig af paraben, alkóhól og steinolíulausri vöru af ýmsum gerðum þó misjafnt sé hvað er í hverri vöru.
Meðal annars er hægt að fá svitalyktareyði, varasalva, krem og sitthvað fleira í þessari línu frá Nivea en sjálf hef ég notað ‘Pure and Natural’ hreinsiklúta með góðum árangri. Þeir eru lyktarlausir, án alkóhóls, litarefna og olíu en þó ekki án parabena.
Þetta eru í raun bara þessir standard klútar sem hægt er að nota til að þrífa burt farða og augnmálningu. Klútarnir eru lyktarlausir og mjúkir og koma 25 stk í pakka.
Ég tek þetta með mér í ræktina til að þrífa restina af maskaranum af eftir sturtuna.
Mér finnst þeir hreinsa farðann mjög vel af og eins eru þeir dúnmjúkir svo þeir nuddast ekki illa við hörundið kringum augun.
Þetta eru ódýrir og góðir hreinsiklútar sem óhætt er að mæla með fyrir allar húðgerðir.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.