NICKEL opnaði sína fyrstu snyrtistofu fyrir karlmenn í París árið 1995 og naut strax mikilla vinsælda hjá mönnum sem hugsa um útlitið.
Þeir tóku því fegins hendi að geta gengið inn á snyrtistofu sem sniðin var að þeirra þörfum, ekkert dúllerí, ekkert kjaftæði, það er meira segja hægt að horfa á boltann á biðstofunni.
Síðan þá hefur snyrtistofunum fjölgað og heil vörulína verið gerð sérstaklega fyrir karlmenn. Karlmenn eru nefnilega með þykkari húð en konur og kjósa líka einfaldar snyrtivörur. Þess vegna eru umbúðir NICKEL einfaldar, silfurlitar og bláar með áletrunum sem karlmenn skilja.
Utan á NICKEL Silicon Valley Wrinkle Equalizer stendur: “Notist daglega, sléttir hrukkur – jafnar húðlitinn”
Fleira hafa karlmenn sennilega ekki áhuga á að vita en ef maður les smáa letrið kemst maður að því að í kreminu eru sérstök peptíð sem hafa þrefalda eiginleika sem endurnýja húðþekjuna og dregur úr hrukkum. E-F vítamín og nauðsynlegar fitusýrur styrkja kollagen og elastin eiginleika húðarinnar, gera hana þéttari og jafna húðlitinn.
Maðurinn minn hefur verið að nota NICKEL clean face andlitsskrúbbið og NICKEL Silicon Valley Wrinkle Equalizer með góðum árangri.
NICKEL clean face andlitsskrúbbið er nuddað inn í blauta húðina, (þægilegt í sturtu) það leysir upp óhreinindi og dauðar húðfrumur og er svo skolað af. Þetta er mikilvægt því þegar húðin er hrein nýtir hún betur eiginleika kremsins sem maður setur á sig eftir á.
Þessar vörur passa öllum húðgerðum, líka þurri húð sem roðnar auðveldlega, við notkun þessarra tveggja NICKEL vara verður húðin þéttari,(minni hrukkur) mýkri og laus við roða. Það má bæta því við að kremin eru nánast lyktarlaus, en maðurinn minn fílar alls ekki krem með ilm og er því mjög sáttur við NICKEL.
Mér finnst að karlmenn eigi að vera ófeimnir við að viðurkenna að þeir hafi áhuga á að líta vel út, þeir vilja ekkert frekar vera með þurra, rjóða og hrukkótta húð en við konur.
NICKEL hefur tekist vel að einfalda hlutina fyrir karlmönnum og gera þá óhrædda við að hugsa um sig og útlitið án þess að finnast vegið að karlmennsku þeirra. Góðar vörur sem vert er að mæla með.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.