Tvær af mínum bestu vinkonum hafa litið einstaklega vel út upp á síðkastið en þær hafa verið að farða sig með nýrri snyrtivörulínu sem heitir Youngblood.
Eftir að hafa horft með aðdáun á frískleg andlit þeirra, (ég hafði reyndar farið á kynningu á Youngblood vörunum) var mig nú farið að langa að sannreyna þetta, og fékk starter-kit hjá innflytjandanum Ilma.is.
Settið inniheldur: Natural mineral farða í tveimur litum, ótrúlegan fallegan kinnalit, undirfarða, kinnalitabursta og púður, einnig fylgja leiðbeiningar um hvernig á að nota förðunarvörurnar í settinu.
Ég fylgdi leiðbeiningunum og tók til við að farða mig – Auðveldara getur það ekki orðið.
Mér leið mjög vel með farðann. Hann er einstaklega léttur og mjúkur á andliti, gefur jafna og mjög fallega áferð og ég fékk fallegan og frísklegan ljóma.
Um kvöldið hitti ég stelpurnar með nýja farðann, við skelltum okkur glaðar út á lífið og allt kvöldið þurfti ekkert að hafa áhyggjur af förðuninni, slapp við að bæta á, lagfæra eða púðra andlit sem er tær snilld og til að toppa það kom ég eins förðuð heim og ég hafði farið út fyrr um kvöldið samt enn með frísklega tilfinningu húðin nær að anda -ég er orðin aðdáandi!
Farðinn hentar fyrir allar húðtegundir og ef þú glímir við feita húð, rósroða og acne, háræðarslit, sólskaða eða litabreytingar þá hylur farðinn fullkomlega og nærir húðina.
Þetta er flott sett sem virkar og er fínt til að prufa sig áfram í förðun verð ca. 7,190.-kr fæst í Hagkaup Smáralind, og þú getur lesið meira hér: www.youngblood.is
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.