Þær Pjattrófur báðu mig, Bellu, að taka að mér eina svona umfjöllun eins og þær gera gjarna fyrir snyrtivörur. Ég lá ekki á liði mínu enda skemmtilegt að prófa og fjalla um nýjan varning.
Umfjöllunarefnið er sérstök sápa í neðanþvottinn. Feminin Intimate Cleanser – hreinsigel fyrir konur.
Tilgangurinn er að halda einkasvæðinu frísku og lyktarlausu en við daglega notkun á gelinu kemst jafnvægi á náttúrulegt sýrustig þessa viðkvæma svæðis. Innihaldið er blanda af sjö jurtum og vítamínum en Ph gildið er í fullkomnu jafnvægi, 4.3. Við þvottinn finnur notandinn ferska kuldatilfinningu sem stafar af myntu í gelinu. Sú tilfinning er nokkuð þægileg en gelið er notað eins og sápa nema það er látið bíða aðeins og virka áður en það er skolað af.
Hreinsigelið er flutt inn af Volare, litlu fyrirtæki sem er staðsett í Vestmannaeyjum og hefur starfað í 14 ár.
Gelið er meðal þess vinsælasta á vörulistanum en allar vörurnar innihalda náttúruleg innihaldsefni, vítamín og góðar jurtir. Þú getur lesið meira um þetta HÉR en vörurnar má nálgast hjá söluráðgjöfum um allt land.
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.