Terracotta línan frá Guerlain kom fyrst á markað 1984, varð afar vinsælt og hefur komið ný lína á hverju sumri eftir það, enda skilja brúnkuspreyin engar línur eða rendur á húðinni.
Terracotta gefur yfirbragði húðarinnar yndislega mjúkan og fallegan náttúrulegan sólarlit á augabragði. Frá því augnabliki sem þú notar Terracotta vörurnar geturðu ekki aftur verið án þeirra, það er að segja ef þú ert kona sem notar brúnku og sólarvörur yfirleitt.
Ég hef notað Terracotta brúnkuspreyin frá Guerlain í nokkur ár og hef ég verið mest hrifin af því hversu auðvelt er að grípa í sprey-brúsann á síðustu mínútu til að fríska mig upp þegar ég er að fara út á lífið. Ég nota brúnkuspreyið jafnvel þegar ég er búin að farða mig en langar til að líta út fyrir að ég sé nýkomin úr sólbaði og það sem mér líkar best við Terracotta er að spreyið er eins og meik, þú þværð það af áður en þú ferð að sofa.
Guerlain kemur alltaf með nýjungar á hverju ári í Terracotta línunni og þessi nýjung er einnig algjör snilld, Terracotta Jambes De Gazelle.
Brúnkuefninu er einfaldlega úðað á líkamann og það skilur eftir náttúrulega fallegan lit á húðinni. Efnið er mjög fljótt að þorna og smitar ekki í fatnað. Þetta er ekki „self-tanning“ heldur þvæst liturinn af á einni mínútu með vatni og sápu.
Terracotta Jambes De Gazelle endurnærir húðina en það er unnið úr appelsínu, frískar upp húðina og gefur henni fallegan ljóma um allan líkama. Algerlega ómissandi kaup fyrir sumarið!
Nota Bene: Þetta er alveg málið fyrir brúðkaupið bæði fyrir hann og hana.
Guerlain Terracotta púður 2011
Púðrið sem hefur fest sig í hjarta -og snyrtibuddunni minni síðustu 25 ár. Ég get hreinlega ekki verið án þess.
Það eru átta nýjir litir komnir á markað þannig að hver kona finnur púður við sitt hæfi, ljós/dökk skiptir ekki máli, því Guerlain veit að hver kona er einstök og þess vegna er Terracotta til í mismunandi litum.
Terracotta púðrið veitir húðinni raka og endist vel. Hönnun púðurdósarinnar er snilld, þunn og hringlaga eins og sólin nema hvað að það er ekkert mál að grípa til hennar hvar og hvenær sem er til að fríska upp á þig meðan sólin er kannski að fela sig. Hraustlegt útlit allt árið er slagorð Terracotta.
Gaman er að geta þess að Terracotta púðrið er svo vinsælt, að það er selt á 25 sekúndna fresti um allan heim.
Meira um Terracotta HÉR
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.