Nýlega skrifaði ég umfjöllun um ný naglalökk frá OPI sem að Katy Perry hannaði – Shatter.
Þau naglalökk framkalla mynstur sem allir virðast vera svo hrifnir af þessa dagana, þar á meðal ég…
…Þess vegna prófaði ég líka aðra nýjung frá OPI sem heitir Nail Apps.
Þetta svokallaða Nail Apps eru límmiðar sem að þú setur á neglurnar. Límmiðana er hægt að frá með allskonar mynsti en ég ákvað að byrja á að prófa mynstur sem heitir Stars Align en það er svart með silfur stjörnum.
Límmiðarnir koma í pakka sem inniheldur 16 stykki af límmiðum, eina naglaþjöl og góðar og skýrar leiðbeiningar.
Límmiðarnir virka þannig að þú byrjar á að þrýfa neglurnar vel með naglalakkaleysi (ná burtu allri fitu). Svo velur maður bestu stærðina fyrir hverja nögl (eða klippir hana til ef að þún passar ekki). Því næst nuddar maður límmiðan til að hita hann og tekur hann svo varlega af plastinu og setur hana á nöglina. Svo nuddar maður límmiðanum á nöglina rólega og byrjar frá miðjunni og passa upp á að límmiðin liggi alveg upp við naglaböndin. Eftir að límmiðinn er kominn á nöglina þá er væntalega mikill afgangur sem fer út af efst á nöglinni, þá tekuru þjölina og þjalar þann enda burt.
Það stendur á pakkanum að límmiðarnir endist í 1-2 daga en þeir hafa enst núna í 3 daga hjá mér og það sér ekki á þeim, samt hef ég ekkert verið að passa þá eitthvað extra vel, snilld!
Þar sem við erum flest með 10 fingur þá ættu að vera 6 límmiðar afgangs ef ekkert fer úrskeiðis. Þessa 6 afgangs límmiða er svo hægt að nota á nokkra fingur og setja svo svart á hina. Verí kjút!
Það er pínu tímafrekt að setja límmiðana á en alveg þess virði því þetta kemur virkilega vel út!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.