Blue Lagoon húðvörurnar hafa fyrir löngu sannað einstaka virkni sína og eru í uppáhaldi þeirra sem vilja dekra við húð sína.
Anti-aging night serum frá Blue Lagoon er til dæmis uppáhalds serumið mitt en ég byrjaði að nota það fyrir skemmstu og er mjög hrifin.
Þetta er áhrifaríkt næturserum sem inniheldur náttúrulega Blue Lagoon bl_m1 efnasamsetningu og Blue Lagoon jarðsjó.
Hvorutveggja eru mjög virk efni sem örva kollagenframleiðslu húðarinnar og að sögn framleiðenda verður virknin eins og andlitslyfting sem kemur innan frá. Sjálf get ég staðfest að húðin fær á sig fallegt og slétt yfirbragð aðeins nokkrum dögum eftir að byrjað er að nota vöruna en um leið og þú berð þetta serum á þig finnurðu hvernig það hefur samstundis jákvæð áhrif á hörundið.
Nætursermuið er borið á hreina húð á kvöldin og gott er að nota Blue Lagoon næturkremið þar á eftir. Húðin er fljót að drekka serumið í sig og verður hreinni og ferskari með notkun þess. Mér líður alltaf eins og nýrri konu þegar ég hef borið serumið á húðina.
Punkturinn yfir –ið eru svo fagurlega hannaðar umbúðir vörunnar. Hún er vel geymd í sívalingi með stálloki og stálbotni. Seruminu er síðan pumpað upp með sérstökum skammtara sem stemmir skammtastærðirnar af svo að ekkert fari til spillis. Afar smart og hentugt fyrir þá sem hættir til að pumpa of miklu í einu.
Blue Lagoon vörurnar fást í verslun Blue Lagoon á Laugavegi eða í vefverslun þeirra HÉR.
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.