Ég ætla að deila með ykkur mínu dýrmætasta leyndarmáli þegar kemur að förðun…
Reflex Cover!
Reflex cover er undraefni sem þú berð undir augun til að fá flawless make up í anda Hollywood stjarnanna. Flokkast undir hyljara en er svo miklu meira en það. Reflex cover endurkastar ljósi sem gerir augnsvæðið bjartara, opnara og ferkara.
Reflex cover inniheldur Aloe Vera, E vítamín og kamillu sem gerir það að verkum að efnið vinnur með húðinni á meðan þú ert sæt og fín. Skemmir ekki að efnið innheldur einnig sólarvörn. Hentar öllum húðtegundum jafnvel fyrir lengra komnar með fínar línur sem virðast stundum “eldast” með vitlausum farða.
Fékk gott comment um þetta undraefni frá kúnna sem ég var með í ráðgjöf í Make up store sem var þegar orðinn háður þessu efni..
“Reflex Cover ætti að vera niðurgreitt af ríkinu fyrir þreyttar mæður”
Klikkar ekki á að ég fái “VÁÁáááá” eftir að ég hef notað þetta á konur í fyrsta skipti.
Ég vil að allar konur viti af þessari lausn í að viðhalda ferskleika í förðun og verði helst háðar eins og ég. Auðvelt í notkun og vinnur svo sannarlega sína vinnu.
Reflex cover fæst í Make up store og kostar litlar 3690 kr.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.